Um okkur

Rolf Johansen & Company ehf.

Rolf Johansen & Company ehf. (RJC) var stofnað af Rolf Johansen (f.1933 – d.2007) árið 1957.  Fyrstu árin verslaði fyrirtækið nánast eingöngu með Bridgestone dekk.  Síðar hófst innflutingur á annars konar vörum, t.a.m. Lancome snyrtivörum og tóbaksvörum frá R.J. Reynolds Tobacco Int‘l (nú JT Int‘l) og Nobel Cigars (nú STG).

Í gegnum árin hefur RJC svo verslað með alls kyns varning en árið 1999 ákvað félagið að einbeita sér að innflutningi og dreifingu á tóbaksvörum, áfengisvörum og tengdum varningi.

Þjónusta

RJC þjónustar alla anga markaðarins, s.s. matvælaverslanir, bensínstöðvar, söluturna, hótel- og veitingastaði, fríhafnir, flugfélög og skipaverslanir.

Árið 1987 byggði fyrirtækið núverandi skrifstofur sínar við Skútuvog 10a í Reykjavík.  Lagerstarfsemi og dreifingu er úthýst en 12 starfsmenn RJC sinna að mestu sölu- og markaðsstörfum.

Fyrirtækið

RJC stefnir á að verða fyrsti valkostur sem samstarfsaðili, hvort sem er meðal viðskiptavina, birgja eða starfsmanna, með því að bjóða upp á gæðavörur og þjónustu gegn sanngjörnum verðum. Fyrirtækið er stolt af því að hafa unnið með sömu aðilum í áratugi, sem við teljum að hafi náðst með því að viðhalda ákveðnum gildum eins og fagmannleika, áreiðanleika og trygglyndi.

Stjórnarformaður og aðaleigandi RJC er Kristín Á. Johansen og framkvæmdastjóri og minnihlutaeigandi er Ásgeir Johansen.